Skilgreiningar í samningi þessum / Definitions in this agreement
Vistráðning: Tímabundin móttaka fjölskyldu, gegn tiltekinni þjónustu, á ungum erlendum aðila sem kemur til að bæta tungumálafærni sína og mögulega faglega kunnáttu og víkka menningarlegan sjóndeildarhring sinn með því að öðlast betri þekkingu á Íslandi. Slíkur ungur erlendur aðili nefnist hér eftir vistráðni (au pair). Vistráðni skal vera á aldrinum 18 til 25 ára meðan á dvöl hennar/hans stendur. [1]
Au pair placement: A temporary reception by a family, in exchange for certain services, of a young foreigner who comes to improve her/his linguistic and possibly professional knowledge as well as her/his general culture by acquiring a better knowledge of Iceland. Such young foreigner is hereinafter called "au pair". An au pair shall be between 18 and 25 years of age during her/his stay. [2]
Vistfjölskylda: Hjón eða sambúðarmakar með barn eða börn eða einstætt foreldri með barn eða börn. Ef vistfjölskylda samanstendur af aðilum sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar, þarf a.m.k. annað hjóna eða sambúðarmaka að vera með ótímabundið dvalarleyfi.
Host family: A couple, married or cohabiting, and child/children, or a single parent and child/children. If the host family is not Icelandic citizens, at least one of the parents needs to have a permanent residence permit.
Heimili: Fast aðsetur vistfjölskyldu.
Household: Permanent residence of a host family.
[1] Sjá 68. grein laga um útlendinga nr. 80/2016.
[2] See Article 68 of the Act on Foreigners No. 80/2016.